Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2017 | 18:00

Carly Booth spilar á Opna bandaríska kvenrisamótinu

Carly Booth var aðeins 17 ára þegar hún gerðist atvinnumaður í golfi, eftir stjörnuáhugamannsferil þar sem hún var m.a. sú yngsta til að spila í Curtis Cup og eftir að hafa unnið fjölmarga skoska titla.

Síðan þá eru 8 ár og Booth er 25 ára í dag.

En síðustu ár hafa verið henni erfið – eftir stjörnumánuð 2012 sem virtist vera „breakthrough-ið“ hennar þá kom í ljós að það var aðeins smá toppur í lífsins golföldudal.

Á síðustu 4 keppnistímabilum á Evróputúr kvenna hefir henni aðeins tekist tvívegis að vera meðal efstu 10 á LET – hún náði 4. sætinu á Opna skoska 2013, þegar hún var að verja titil sinn og 10. sætinu 2015 í Tyrklandi.

Meðal vandræða utan vallar var að hún hætti langtímasambandi sínu við argentínska atvinnumanninn Tano Goya og meðal vandræða innan vallar var fjöldi þjálfara sem henni kom ekki saman við og sveiflubreytingar, sem ekku gengu upp.

En Carly hefir einhvern veginn tekist að halda sér í sviðsljósinu þökk sé m.a. félagsmiðlum og kröfum styrktaraðila hennar og þátttöku hennar í kynningargolfuppákomum allskonar.

Í síðasta mánuði vakti hún athylgi á sér þar sem hún var ein af 4 kvenkylfingum sem var valinn í mjög umdeilda þátttöku í netvali á hver af þeim ætti rétt á sæti á LPGA Shoprite Classic í boði styrktaraðila.

Þrátt fyrir mikinn stuðning vina í golfheiminum og annarsstaðar frá þá tapaði Carly fyrir indversku sjarmadísinni Sharmilu  Nicollet, sem síðan náði ekki niðurskurði.

Í staðinn fór Carly í úrtökumót í þessari viku fyrir Opna bandaríska kvenrisamótið og sigraði!!! Hún komst áfram á eigin hæfileikum í stað útlits eða annarra kosta. Og golfleikur hennar hefir farið batnandi sem sýnir að hún gæti verið á leiðinni tilbaka.

Hún hefir t.a.m. náð 6 sinnum niðurskurði í síðustu 7 LET mótum sem hún hefir spilað í og hún er þegar meðal efstu 20 á stigalista LET, m.a. eftir að hafa náð 8. sætinu í síðasta mánuði í Marokkó.

Að sigra í US Open kvenrísamótsúrtökumótinu í vægast sagt erfiðum skilyrðum á The Buckinghamshire mun væntanlega enn auka á sjálfsöryggi hennar.

Það verður gaman að fylgjast með Carly á Opna bandaríska kvenrisamótinu!!!