Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2017 | 12:00

Einhenti 6 ára Tommy Morrissey vann úrtökumót f. „Drive Chip and Putt Championship“

Golfstjarnan Tommy Morrissey komst áfram í Drive, Chip & Putt Championship, í hnokkaflokki 7-9 ára.

Morrissey fæddist án hægri handleggjar og er aðeins 6 ára en verður 7 síðar á árinu.

Það hefir hins vegar aldrei komið í veg fyrir að hann hafi hlotið athygli og viðurkenningu golfáhanganda og atvinnumanna í golfi fyrir hæfni sína á golfvellinum.

Morrisey birti mynd af sjálfum sér á Instagram, þar sem hann var sigurvegari í úrtökumóti fyrir „Drive Chip and Putt Championship.“

Hann bætti við að hann myndi „gera allt til að komast til Augusta“ þar sem úrslitamót Drive, Chip & Putt (ens.: national finals) finals fara fram árið 2018.