Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2017 | 17:30

Evróputúrinn: Paratore sigurvegari Nordea Masters 2017!

Það var ítalski kylfingurinn Renato Paratore, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, sem var frumraun Guðmundar Ágústs „okkar“ Kristjánssonar, GR, á Evrópumótaröðinni.

Paratore lék samtals á 11 undir pari, 281 höggi (68 72 71 70).

Öðru sætinu deildu Englendingarnir Matthew Fitzpatrick og Chris Wood, höggi á eftir Paratore.

Fjórða sætinu deildu síðan Daninn Thorbjörn Olesen og George Coetzee frá S-Afríku, báðir enn einu höggi á eftir.

Sjá má hápunkta lokahrings Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: