Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 11:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Annar hringur Símamótsins hafinn – Fylgist með HÉR

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni hófst í gær á Hamarsvelli, í Borgarnesi.

Þetta er 2. mót ársins 2017 á Eimskipsmótaröðinni og 4. mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni.

Hákon Örn Magnússon úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK eru efst að loknum fyrsta hringnum af alls þremur.

Forysta þeirra er naum og stefnir í mikla baráttu í dag milli efstu manna.

Fylgjast má með stöðu keppenda á Símamótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: