Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn á 73 e. 1. dag Shoprite Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf keppni á Shoprite Classic mótinu í dag.

Hún lauk 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla.

Efst sem stendur er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist en hún lék á 7 undir pari, 64 höggum.

Enn eiga þó nokkrar eftir að ljúka hringjum sínum og því gæti staðann enn breyst.

Ólafía verður að eiga feykigóðan hring á morgun, en skor eru fremur lág í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: