Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Símamótið hefst í dag
Fjórða mótið á 2016-2017 keppnistímabili Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótið, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag.
Fylgjast má með stöðunni á Símamótinu með því að SMELLA HÉR:
Alls eru 80 kylfingar skráðir til leiks; 64 karl- og 16 kvenkylfingar, frá samtals 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir keppendur eru úr GR og næstflestir eru úr GKG:
Golfklúbbur Reykjavíkur (21)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (15)
Golfklúbburinn Keilir (12)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (11)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Setbergs (2)
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (2)
Golfklúbburinn Hamar Dalvík (2)
Golfklúbbur Suðurnesja (2)
Golfklúbbur Hveragerðis (1)
Golfklúbburinn Hellu (1)
Golfklúbburinn Leynir Akranesi (1)
Golfklúbbur Öndverðarness (1)
Golfklúbbur Selfoss (1)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (1)
Forgjafartakmarkanir eru á Eimskipsmótaröðinni, 5,5 og lægra í karlaflokki og 8,5 og lægra í kvennaflokki.
Meðalforgjöfin í karlaflokki er 2,03 og 3,95 í kvennaflokki. Rúnar Arnórsson úr GK er með lægstu forgjöfina á Símamótinu eða -2,8 og þar á eftir kemur sigurvegarinn á Egils Gullmótinu fyrir hálfum mánuði, Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG með -2,5. Kristján Þór Einarsson GM er með -2,1 og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er með -2,0.e
Böðvar Bragi Pálsson úr GR og Kinga Korpak úr GS eru yngstu keppendur mótsins en þau eru fædd árið 2003; Kinga er enn 13 ára (fædd 9. desember 2003) og Böðvar Bragi nýorðinn 14 ára (fæddur 28. maí 2003). Þau sigruðu bæði í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór um s.l. helgi á Strandarvelli á Hellu; Böðvar Bragi á afmælisdaginn sinn!
Meðaaldur keppenda er 23 ár en elsti keppandinn á Símamótinu er Jóhann Sigurðsson úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar en hann er 51 árs.
Alls eru sjö keppendur yfir fertugt eða verða fertugir á þessu ári á Símamótinu. Þar af eru tveir sem hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum golfi. Þeir Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri á Dalví sem varð Íslandsmeistari árið 2005, og sexfaldi Íslandsmeistarinn Úlfar Jónsson úr GKG sem er 49 ára gamall. Úlfar og Heiðar verða í ráshóp með Hlyni Geir Hjartarsyni úr Golfklúbbi Selfoss á fyrsta keppnisdeginum. Hlynur, sem er 41 árs, hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni og verið stigameistari á Eimskipsmótaröðinni þrívegis. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS er 42 ára gamall en hann varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni árið 2001 og er hann á meðal keppenda á Símamótinu.
Kristján Þór Einarsson úr GM, sem varð Íslandsmeistari í golfi árið 2008, er efstur á stigalistanum í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni eftir þrjú mót af alls átta. Kristján Þór gat ekki verið með á þriðja mótinu, Egils Gullmótinu, á Hólmsvelli í Leiru fyrir tveimur vikum þar sem hann var að taka sveinspróf í húsasmíði.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
