Lydia Ko ekki lengur nr. 1
Nú um helgina mun Lydia Ko þurfa að stíga af hásæti sínu, efsta sæti Rolex-heimslista kvenkylfinga.
Setu hennar í 1. sætinu lýkur eftir 84 vikur þar samfellt, að loknu ShopRite Classic mótinu; en henni hefir bara ekki gengið nógu vel að undanförnu.
Næstkomandi mánudag munu annaðhvort Ariya Jutanugarn frá Thaílandi eða So Yeon Ryu frá S-Kóreu, taka við hásæti Rolex-listans.

Ariya Jutanugarn. Mynd: LET

So Yeon Ryu
Og allt er í höndum Ryu, því hún er sú eina af þremenningunum sem tíar upp á the Stockton Seaview Hotel and Golf Club fyrir utan Atlantic City og tekur þátt í ShopRite mótinu; þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, er líka á meðal keppenda.
Ryu er nr. 3 á Rolex-heimslistanum.
Ef hún verður í 3. sæti eða ofar hefir hún færi á að skjóta Jutanugarn, sem er nr. 2 ref fyrir rass og taka 1. sæti Rolex–heimslistans. Það skiptir líka máli með hversu mörgum hún deilir hugsanlegu 2. eða 3. sæti, skyldi hún ekki sigra.
Ef Ryu hafnar í 4. sæti eða er neðar en það verður Ariya Jutanugarn hinn nýi toppur Rolex-heimslistans.
Engin hugsanleg útkoma á Shoprite tryggir Ko áframhaldandi setu sem nr. 1 á Rolex-heimslistanum.
„Frá því mig fór að dreyma um að spila á LPGA túrnum hefir mig líka dreymt um að verða nr. 1 á heimslistanum,“ sagði Ryu í viðtali fyrir Shoprite. „Ég vil svo sannarlega verða nr. 1 á einhverju stigi og ég hef lagt reglulega hart að mér líka, en ég held að það sé enn mikilvægara að njóta þessa augnabliks og hafa gaman af því að spila golf. Ég trúi því að það muni koma með í 1. sætið.„
Eins og segir hefir Ko verið nr. 1 í 84 vikur samfellt og alls í 103 vikur á heimslistanum alls. Þetta er í 2. skiptið af 3 vikum sem hún er frá keppni, þar sem hún er að hvíla sig fyrir næstu 10 vikur þar sem m.a. er keppt á 3 risamótum kvennagolfsins.
Jutanugarn hvílir einnig í þessari viku og er frá keppni.
Ko, 20 ára, hefir ekki sigrað í meira en 10 mánuði, allt frá því á the Marathon Classic sl. júlí. Jutanugarn, 21 árs, hefir ekki sigrað á móti s.l. 9 mánuði allt frá því áthe Canadian Pacific Women’s Open sl. ágúst.
Ryu, 26 ára, nýtur ársins. Hún sigraði í fyrsta risamóti ársins, the ANA Inspiration, og kom sér þar með í færi á að ná 1. sæti Rolex-heimslistans. Hún er stöðugasti leikmaður LPGA ír ár, með 8 topp-10 árangra í þeim 9 mótum, sem hún hefir spilað í. Þ.á.m. hefir hún auk sigur síns í risamótinu tvívegis orðið í 2. sæti.
Ryu er líka forystukona í mörgum tölfræðilegum flokkum; m.a. er hún í 1. sæti hvað varðar stigalista til vals á Rolex kylfingi ársins; Race to the CME stigalistanum og hvað varðar meðaltalsskor.
Hér eru spár LPGA um hvaða atvik leiða til þess að 1. sæti Rolex-heimslistans verði yfirtekið af Ryu eða Jutanugarn:
• If Ryu veður í 4. sæti eða neðar, verður Jutanugarn nr. 1 á Rolex-heimslistanum
• Jutanugarn getur einnig orðið nr. 1 ef …
Ryu verður T-2 ásamt 4 eða fleiri kylfingum.
Ryu verður T-3 með 1 öðrum eða fleiri kylfingum.
• Ryu verður nr. 1 ef …
Ryu sigrar.
Ryu er ein í 2. sætinu.
Ryu verður T-2 og deilir 2. sætinu með 3 eða færri.
Ryu verður ein í 3. sæti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
