Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 17:30

LET Access: Valdís Þóra á 71 höggi 1. dag í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  hefir nú lokið 1. hring á Jabra Ladies Open mótinu, sem er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni.

Hún lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi; fékk 3 skolla og 3 fugla.

Reyndar var byrjunin hjá Valdísi Þóru ekki gæfuleg; hún fékk 3 skolla í röð (á 4.-6. braut), en Valdís sýndi karakter og tók þá alla tilbaka með fuglum á par-5 9. og 15. brautunum og par-4 11. brautinni.

Sem stendur er Valdís Þóra T-22 þ.e. deilir 22. sætinu 8 öðrum kylfingum sem lokið hafa leik, en nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og því gæti sætistalan breyst eitthvað eða fjöldi þeirra sem deilir 22. sætinu með Valdísi.

Til mikils er að vinna í mótinu, því það er jafnframt úrtökumót fyrir Evían risamótið, sem er 5. og síðasta risamótið í kvennagolfinu.

Það er vonandi að Valdís Þóra gangi sem allra best á morgun!!! Áfram Valdís Þóra!!!

Til þess að sjá stöðuna á Jabra Ladies Open SMELLIÐ HÉR: