Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 13:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á glæsilegum 68 á 1. degi Swiss Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf í dag leik á Swiss Challenge mótinu, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á stórglæsilegum 4 undir pari, 68 höggum.

Hann fékk 5 fugla, en því miður líka 1 skolla og það á par-5 17. braut Golf Sempachersee, í Lucerne Sviss, þar sem mótið fer fram.

Verðlaunafé í mótinu er € 170,000, en það sem öllum finnst best við þetta mót er að fá a stærðarinnar svissneska kúabjöllu, sem er verðlaunagripur í mótinu!

Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best áfram!!!

Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: