Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst fer út kl. 12:10 í dag á Nordea Masters
Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu næstu daga. GR-ingurinn hefur leik kl. 12:10 að íslenskum tíma, í dag, fimmtudaginn 1. júní á Nordea Masters sem fram fer á hinum þekkta velli Barsebäck Golf & Country Club á Skåne í Svíþjóð. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með frábærum árangri á úrtökumóti sem fram fór á þessum sama velli nýverið.
Þar lék Guðmundur Ágúst á fimm höggum undir pari vallar. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst.
Á Nordea Masters mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Alexander Noren.
Guðmundur Ágúst er samkvæmt bestu heimildum golf.is aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem leikur á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Í karlaflokki hafa Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Heiðar Davíð Bragason, GHD og Björgvin Sigurbergsson úr GK leikið á þessari mótaröð. Björgvin fékk boð um að leika á móti í Malasíu á sínum tíma og Heiðar Davíð fékk boð um að leika á Opna spænska meistaramótinu eftir sigur á sterkasta áhugamannamóti Spánar á sínum tíma. Birgir Leifur er eini karlkylfingurinn frá Íslandi sem hefur öðlast keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu.
Þrjár íslenskar konur hafa öðlast keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, GK var fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GKG var önnur í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir GL er þessa stundina með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
