Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 16:10

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 38 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (57 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (47 ára); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (36 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (29 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (27 ára); Villimey Iceland, 1. júní 1990 (27 ára) Nes Artist Residency,Handverksskúrinn Selfossi …. og ….. Celia Freitas

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is