Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kent State – lið Bjarka og Gísli – komst ekki g. niðurskurðinn

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, hafa leikið í landsúrslitunum í bandaríska háskólagolfinu þ.e. NCAA Championship.

Landsmótið fór fram á golfvelli Rich Harvest Farms í Sugar Grove, Illinois, dagana 27.-29. maí 2017 og lauk því í gær.

Bjarki lék fyrstu tvo hringina sérlega vel, en dalaði aðeins á 3. hring sínum – samtals lék hann á sléttu pari, 216 höggum (68 69 79).

Gísli náði sér aldrei á strik í keppninni, en hann var á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (82 74 76).

Kent State lauk keppni í 21. sæti af 30 þátttökuliðum í landsmótinu og er því úr leik og þar með Bjarki og Gísli, líka.

Hér má sjá lokastöðuna í NCAA Championship SMELLIÐ HÉR: