Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2017 | 02:15

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1): Gunnlaugur Árni og Magnús Skúli sigruðu í flokki 12 ára og yngri hnokka

Alls tóku 54 börn og unglingar þátt í 1. móti Áskorendamótaraðarinnar sem fram fór á Svarfhólsvelli, Selfossi, laugardaginn 27. maí sl.

Keppt var í 8 flokkum 10 ára og yngri og 12 ára og yngri beggja kynja og léku þeir flokkar 9 holur.

Síðan var einnig keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15-18 ára í báðum kynkum, en þeir flokkar léku 18 holur.

Í flokki 12 ára og yngri hnokka voru tveir efstir og á sama skori: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG og Magnús Skúli Magnússon, GKG. Þeir léku báðir 9 holurnar á flottum 7 yfir pari, 42 höggum.

Sjá má lokastöðuna í flokki 12 ára og yngri hnokka á 1. móti Áskorendamótaröð Íslandsbanka hér að neðan:

1 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 15 F 0 42 42 7 42 42 7
2 Magnús Skúli Magnússon GKG 11 F 0 42 42 7 42 42 7
3 Halldór Viðar Gunnarsson GR 16 F 0 44 44 9 44 44 9
4 Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ 23 F 0 44 44 9 44 44 9
5 Máni Freyr Vigfússon GK 33 F 0 48 48 13 48 48 13
6 Sören Cole K. Heiðarson GS 36 F 0 51 51 16 51 51 16
7 Styrmir Snær Kristjánsson GKG 26 F 0 52 52 17 52 52 17
8 Oddgeir Jóhannsson GK 21 F 0 55 55 20 55 55 20
9 Rúnar Freyr Gunnarsson GOS 27 F 0 69 69 34 69 69 34

Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ afhentu verðlaunin á Áskorendamótaröðinni á Selfossi.