Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2017 | 14:00

Evróputúrinn: Noren sigraði á BMW PGA

Það var sænski kylfingurinn Alexander Noren, sem sigraði á Wentworth, á BMW PGA Championship.

Noren lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (68 75 72 62).

Í 2. sæti varð Francesco Molinari á samtals 9 undir pari og í 3. sæti, 3 kylfingar: Hideto Tanihara, Henrik Stenson og belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts.

Það var lokahringurinn sem tryggði Noren sigurinn, en 62 er mótsmet!

Til þess að sjá hápunkta BMW PGA meistaramótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW PGA SMELLIÐ HÉR: