Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn á +3 þ.e 75 höggum á 3. degi Volvik

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú lokið 3. hring Volvik mótsins, sem fer fram í Ann Arbor, Michigan.

Ólafía lék á 3 ufir pari, 75 höggum í dag og er samtals á 1 yfir pari nú og T-70.

Á hringnum í dag fékk Ólafía 1 glæsifugl á 18. holuna góðu, en því miður líka 4 skolla.

Nú er um að gera að eiga glæsihring á morgun til þess að vinna sér inn sem mest verðlaunafé, eftir að hafa farið svo glæsilega í gegnum niðurskurð!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvik mótinu SMELLIÐ HÉR: