Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 06:54

Evróputúrinn: Torrance hlýtur heiðurs lífstíðar félagsaðild að mótaröðinni

Fyrrum Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu, Sam Torrance, hlaut heiðurs lífstíðar félagsaðild að Evrópumótaröðinni.

Með þessu er verið að veita Torrance viðurkenningu fyrir frábæran feril hans á Evrópumótaröðinni.

Á ferli sínum sigraði Torrance í 21 skipti í þeim 706 mótum sem hann tók þátt í og lék 8 sinnum með Ryder bikars liði Evrópu á árunum 1981 – 1985.

Hann var síðan fyrirliði liðs Evrópu þegar það hafði betur gegn liði Bandaríkjanna 2002, þ.e. sigraði með 15 1/2 vinningi gegn 12 1/2 vinningi liðs Bandaríkjanna.

Hann hafði þar áður verið varafyrirliði í 3 skipi.

Torrance hefir jafnframt  þrívegis verið efstur á stigalista  Öldungamótaraðar Evrópu (European Senior Tour).

Sam Torrance er fæddur 24. ágúst 1953 í Largs, Skotlandi og því 63 ára.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1970.