Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 10:00

Rory hætti v/æfingu f. Opna bandaríska

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, hefir dregið sig úr upphitunaræfingu fyrir Opna bandaríska vegna rifbeinsmeiðsla, sem tekið hafa sig upp.

Hinn 28 ára Rory mun því ekki spila á móti næstu viku á PGA Tour,  Memorial Tournament í Muirfield Village, Ohio.

Rory hlaut meðferð vegna rifbeinsbrots fyrr á árinu og dró sig því úr flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, PGA Championship í Wentworth, sem fram fer í þessari viku.

Hann er að einbeita sér að því að ná fullri heilsu fyrir Opna bandaríska,“ sagði umboðsmaður Rory, Sean O´Flaherty.

Opna bandaríska fer fram í Erin Hills í Wisconsin dagana, 15.-18. júní n.k.