Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2017 | 23:59

PGA: Billy Horschel sigraði á AT&T Byron Nelson e. bráðabana v/Jason Day

Það var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel sem sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu eftir bráðabana við Jason Day. 

Horschel vann þegar á 1. holu bráðabanans, með pari meðan Day fékk skolla.

Báðir höfðu þar áður spilar 72 holurnar á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Horschel (68 65 66 69) og Day (68 69 63 68).

Forystumenn fyrri hringja enduðu í 3. og 4. sæti þ.e. James Hahn í 3. sæti og Jason Kokrak í 4. sæti.

Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR: