Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Quiros sigraði á Rocco Forte mótinu e. bráðabana v/Zander Lombard

Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros sigraði í Rocco Forte mótinu á Sikiley í dag, eftir bráðabana við Zander Lombard frá S-Afríku.

Báðir léku þeir Quiros og Lombard á samtals 14 undir pari, 270 höggum; Alvaro Quiros (63 64 70 73) og Zander Lombard (62 68 72 68).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar sigraði Quiros á 2. holu bráðabanans, en spila þurfti par-4 18. holu Verdura vallarins tvisvar.

Sjá má hápunkta lokahringsins á Rocco Forte mótinu með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna á Rocco Forte með því að SMELLA HÉR: