Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 21:00

Evróputúrinn: Quiros enn í forystu Rocco Forte – Hápunktar 3. dags

Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros heldur forystu sinni á The Rocco Forte Open, sem fram fer á Sikiley.

Quiros hefir spilað samtals á 16 undir pari, 197 höggum ( 63 64 70).

Hann hefir 5 högga forskot á Zander Lombard, frá S-Afríku, sem er í 2. sæti á 11 undir pari, 202 höggum (62 68 72 ).

Í 3. sæti, enn einu höggi á eftir, eru heimamaðurinn Renato Paratore og Pep Angles frá Spáni.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Rocco Forte Open SMELLIÐ HÉR: