Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 16:30

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-2 í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék langbest íslensku keppendanna á Fjällbacka Open mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og lauk í dag, en mótið stóð frá 18.-20. maí 2017.

Haraldur Franklín varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu ásamt heimamanninum Martin Eriksson, en báðir léku þeir á samtals 10 undir pari, 203 höggum, hvor; Haraldur Franklín (70 64 69).

Haraldur Franklín átti glæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 69 högg á hring þar sem hann fékk 4 fugla og 2 skolla.

Sigurvegari mótsins varð Elias Valås Falkenér Bertheussen frá Noregi á samtals 12 undir pari.

Keppendurnir tveir frá Íslandi sem komust gegnum niðurskurð luku keppni á eftirfarandi máta

T-14 Axel Bóasson, GK, á samtals 3 undir pari, 210 höggum (71 71 68)  – en Axel átti glæsilega lokasprett í dag – var á 3 undir pari lokahringinn.

T-16 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, á samtals 2 undir pari, 211 höggum (69 70 72).

Sjá má lokastöðuna á Fjällbacka Open með því að SMELLA HÉR: