Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 23:45

PGA: Kokrak efstur í hálfleik á AT&T Byron Nelson – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem er efstur í hálfleik á AT&T Byron Nelson mótinu, sem fram fer á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas.

Kokrak er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 128 höggum (66 62).

Í kvöld átti Kokrak frábæran hring upp á 8 undir pari, 62 högg, þar sem hann var með skollalaust skorkort með 8 fuglum og 10 pörum.

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Kokrak er Billy Horschel á samtals 7 undir pari, 133 höggum (68 65).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR: