Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 17:00

LPGA: Ólafía Þórunn úr leik á Kingsmill

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á Kingsmill Championship í gær, 18. maí 2017.

Í dag er hún úr leik eftir að hafa spilað á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (73 73).

Enn er verið að spila 2. hring, en skorin svo lág að ljóst er að Ólafía Þórunn kemst ekki gegnum niðurskurð.

Í efsta sæti sem stendur er Lexi Thompson á samtals 11 undir pari og á 4 holur eftir óspilaðar.

Sjá má stöðuna á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: