7 ísl. kylfingar hefja keppni erlendis í dag – Ólafía Þórunn fer út kl. 16:22
Það er nóg um að vera hjá íslensku atvinnukylfingunum í dag og næstu daga. Alls hefja sjö kylfingar keppni í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur leik í dag á sterkustu atvinnumótaröð heims, LPGA. Ólafía Þórunn keppir á Kingsmill meistaramótinu sem fram fer í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum.
Mótið hefst fimmtudaginn 18. maí og lokadagurinn er sunnudagurinn 21. maí. Niðurskurður er að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma kl. 12:22 að staðartíma í dag eða 16:22 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu með því að SMELLA HÉR:
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik á sínu fyrsta móti á Challenge Tour sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Að þessu sinni er keppt á Áskorendamótaröðinni á Spáni. Birgir Leifur hefur leik kl. 12:50 í dag og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: Mótið stendur yfir í fjóra daga og er niðurskurður að loknum öðrum keppnisdegi.
Fimm atvinnukylfingar hefja síðan leik á Fjällbacka Open í dag en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Þeir sem keppa frá Íslandi á þessu móti sem fram fer í Svíþjóð eru:
Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG).
Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
