Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Wallace sigraði á Opna portúgalska

Enski kylfingurinn Matt Wallace, sem búinn var að vera í forystu, sigraði á Opna portúgalska.

Sigurskor Wallace var 21 undir pari, 271 högg ( 63 66 73 69).

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir, varð Bandaríkjamaðurinn Julian Suri á samtals 18 undir pari (67 68 74 65).

Í 3. sæti varð síðan Frakkinn Matthieu Pavon á samtals 16 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR: