Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 08:00

PGA: Willett: „Líkami og hugur þarfnast hvíldar“ – dró sig úr Players

Danny Willett, Masters sigurvegari frá árinu 2016, dró sig úr Players Championship, sem var fyrsta PGA Tour mót hans eftir að hann hörkureifst við kylfusvein sinn og æskuvin Jonathan Smart, með þeim afleiðingum að Smart hætti hjá Willett – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Willett sagði að líkami hans og hugur þörfnuðust hvíldar eftir að hafa dregið sig úr £8.1 milljóna mótinu eftir að hafa aðeins spilað 9 holur á 2. hring.

Aðspurður hvort Willett myndi taka þátt í flagskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, The BMW PGA Championship þar sem verðlaunafé er £5.4 milljónir, en mótið er fyrsta mót Rolex Series, sagði Willett: „Við sjáum hvað setur.“

Ég hef þegar minnkað mót á dagskrá minni mikið. Vonandi, ef allt gengur vel, sný ég aftur. Við höfum viku til að vinna vinnuna og sjá hvernig tilfinningin er (eftir það).“

Willett, sem hefir þjáðst af bakverkjum gegnum allan feril sinn, var á 79 höggum á 1. hring og eftir 9 fyrstu holur 2. hrings á Players var hann kominn í 40 högg og þá hætti hann.

Hann sagði á Twitter: „Það er ekki gott að þurfa að draga sig úr móti, en ég er að sveifla illa og það fer illa í bakið sem er óæskilegt. Líkami og hugur þarfnast hvíldar!!

Willett hefir fallið úr 9. sæti heimslistans í það 21. vegna slælegrar frammistöðu undanfarna mánuði og hann var líka fyrsti Masters sigurvegarinn frá árinu 2004 (þegar Mike Weir hampaði þeim vafasama titli) til að komast ekki í gegnum niðurskurð árið eftir sigur sinn, árið áður.