Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Wallace m/ 3. högga forystu f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Enski kylfingurinn Matt Wallace er enn í forystu á Opna portúgalska fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Wallace hefir samtals spilað á 17 undir pari, 202 höggum ( 63 66 73).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Sebastian Heisele frá Þýskalandi á 14 undir pari, 205 höggum ( 64 70 71) og í 3. sæti er síðan enn annar Englendingur Sam Walker, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má hápunkta 3. dags á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR: