Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2017 | 20:00

Ólafía Þórunn v/æfingar hjá Derrick Moore

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er við æfingar og undirbúning fyrir mót, sem hún tekur þátt í á LPGA mótaröðinni.

Henni til halds og trausts er PGA kennari áranna 2015 og 2016 á Íslandi, Derrick Moore.

Ólafía Þórunn á Pinehurst nr. 2

Ólafía Þórunn á Pinehurst nr. 2

Á vefsíðu sína skrifar Ólafía Þórunn:

Pinehurst has been treating us well. Got to play number 2 for the first time. Very nice to have Derrick Moore helping me prepare for the stretch of tournaments coming up.“

(Lausleg íslensk þýðing: Pinehurst hefir farið vel með okkur. Spilaði nr. 2 í fyrsta sinn. Mjög gott að hafa Derrick Moore til að aðstoða mig við undirbúning fyrir næstu mót sem eru á dagskrá.“

Næsta mót sem Ólafía Þórunn spilar í er Kingsmill Championship presented by JTBC. Mótið fer fram dagana 18.-21. maí í Williamsburg, Virginíu og hefst því n.k. fimmtudag.   Sjá má þátttakendalistann í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Kingsmill mótið er 7. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn keppir í, en hún hefir komist í gegnum niðurskurð á 2 mótum til þessa.