Eitt frægasta augnablikið á The Players: Mávurinn 1998
The Players, oft nefnt 5. risamót golfsins, hefst í dag á TPC Sawgrass vellinum í Flórída.
Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni frægu á the Players mótinu var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Brad Fabel, sem búinn var að hitta flötina.
Brad Fabel var líka sá fyrsti til þess að fara holu í höggi á par-3 17. braut TPC Sawgrass, 12 árum áður, 1986, en einungis 6 kylfingum hefir tekist það í PGA Tour móti.
Bolti Fabel náði á eyjaflöt 17. brautar TPC Sawgrass, honum til mikillar ánægju og léttis í The Players 1998. Síðan þurfti Fabel að horfa upp á það með skelfingu að mávur á flötinni var að færa til boltann með því að gogga í hann og til að bíta úr skömmi tókst síðan á loft með boltann í goggi sér og missti hann í vatnið, sem er umhverfis hálfeyjuna.
Lowery fékk að leggja boltann aftur á þann stað sem hann var upphaflega á skv. reglu 18-1, en þar segir: „Ef bolti er hreyfður úr kyrrstöðu af einhverju óviðkomandi er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á sinn fyrri stað.“
Mávurinn var svo sannarlega eitthvað óviðkomandi á golfvelli og atvikið fest á filmu, annað en ás Fabel, sem ekki er til á myndskeiði.
Þess mætti geta að mávauppákoman á 17. holu TPC Sawgrass er oft ranglega tileinkuð Steve Lowery, sem var í ráshóp með Fabel 1998; sjá t.a.m. umfjöllun PGA Tour um mávauppákomuna með því að SMELLA HÉR:
Jafnvel í myndskeiðinu hér að neðan er ranglega sagt að mávurinn hafi tekið bolta Lowery – Það var bolti Brad Fabel!
Sjá má mávauppákomuna frægu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
