Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur T-5; Axel T-14 og Andri Þór T-25 e. 1. dag í Danmörku

Þrír kylfingar hófu í dag keppni á Kellers Park Masters mótinu á Nordic Golf mótaröðinni: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

Mótið fer fram í Kellers Park golfklúbbnum í Børkop í Danmörku.

Eftir 1. keppnisdag er Birgir Leifur búinn að standa sig best Íslendinganna; fékk 14 punkta á 1. hring og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Axel er T-14, með 12 punkta og Andri Þór T-25 með 10 punkta.

Til þess að sjá stöðuna á Kellers Park Masters mótinu SMELLIÐ HÉR: