Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-31 á Albuquerque Regionals e. 2. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í NCAA Albuquerque Regional 8.-10. maí 2017.

Hún var valin til þátttöku, sem einstaklingur í þessu svæðismóti, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, ekki og er þetta mikill heiður fyrir hana.

Guðrún Brá er búin að spila fyrstu tvo hringi mótsins á 4 yfir pari, 148 höggum (73 75) og lokahringurinn verður spilaður í kvöld.

Guðrún Brá er T-31 þ.e. deilir 31. sætinu með 6 öðrum kylfingum, eftir 2. mótsdag af 95 þátttakendum í mótinu.

Sjá má stöðuna á NCAA Albuquerque Regional með því að SMELLA HÉR: