Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2017 | 01:00

PGA: Brian Harman sigraði á Wells Fargo mótinu! – Hápunktar 4. dags

Það var Brian Harman sem sigraði á Wells Fargo Championship.

Harman lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (71 69 70 68).

Þetta er 2. sigur Harman á PGA Tour, en fyrri sigur hans kom á John Deere Classic, fyrir tæpum 3 árum, 13. júlí 2014.

Öðru sætinu deildu nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson, sem svo sannarlega er kominn aftur eftir bakmeiðslin (70 75 67 67) og Pat Perez (72 69 70 68); báðir á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: