LPGA: Wie mætir Ariyu og Hur, Kim í úrslitum Lorenu Ochoa holukeppninnar
Í 16 manna úrslitum fóru leikar svo að Mi Jung Hur frá S-Kóreu sigraði nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko 1 up.
Sömu úrslit voru í leik þar sem Shanshan Feng frá Kína sigraði hina ungu, kanadísku Brooke Henderson, og Karine Icher vann Angelu Stanford.
Michelle Wie tók Marinu Alex fremur létt 5&4 og sömu sögu er að segja um sigur Ariyju Jutanugarn á Pernillu Lindberg 5&3.
Ekkert kom á óvart að hin 39 ára Cristie Kerr skyldi sigra Cydney Clanton 3&2 eða að nr. 12 á Rolex heimslistanum, Sei Young Kim frá S-Kóreu skyldi sigra Charley Hull (nr. 19) 3&1.
Það sem kom hins vegar á óvart var að nýliðinn Angel Yin, vinkona Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur skyldi sigra reynsluboltann þýska Söndru Gal 3&2. Vel gert hjá Yin!!!
Það voru því Hur, Feng Icher, Wie, Jutanugarn Kerr, Kim og Yin sem kepptu í 8 manna úrslitum.
************************************************************
Úrslit í 8 manna úrslitum urðu þau að Kim vann Icher fremur auðveldlega 5&4. Hinar viðureignirnar voru hins vegar harðari. Yin gaf sig ekki fyrir Wie fyrr en á 20. holu og leikur Jutanugarn og Kerr fór á 19. holu þar sem Ariya Jutanugarn hafði loks betur. Hur vann síðan Feng 1 up.
*************************************************************
Í 4. manna úrslitum síðar í dag mætast því löndurnar frá S-Kóreu Mi Jung Hur og Sei Young Kim annars vegar og Michelle Wie og Ariya Jutanugarn, hins vegar.
Sjá má stöðuna í Lorenu Ochoa holukeppninni með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
