Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2017 | 03:00

LPGA: Wie mætir Ariyu og Hur, Kim í úrslitum Lorenu Ochoa holukeppninnar

Í 16 manna úrslitum fóru leikar svo að Mi Jung Hur frá S-Kóreu sigraði nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko 1 up.

Sömu úrslit voru í leik þar sem Shanshan Feng frá Kína sigraði hina ungu, kanadísku Brooke Henderson, og Karine Icher vann Angelu Stanford. 

Michelle Wie tók Marinu Alex fremur létt 5&4 og sömu sögu er að segja um sigur Ariyju Jutanugarn á Pernillu Lindberg 5&3.

Ekkert kom á óvart að hin 39 ára Cristie Kerr skyldi sigra Cydney Clanton 3&2  eða að nr. 12 á Rolex heimslistanum, Sei Young Kim frá S-Kóreu skyldi sigra Charley Hull (nr. 19) 3&1.

Það sem kom hins vegar á óvart var að nýliðinn Angel Yin, vinkona Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur skyldi sigra reynsluboltann þýska Söndru Gal 3&2. Vel gert hjá Yin!!!

Það voru því Hur, Feng Icher, Wie, Jutanugarn Kerr, Kim og Yin sem kepptu í 8 manna úrslitum.

************************************************************

Úrslit í 8 manna úrslitum urðu þau að Kim vann Icher fremur auðveldlega 5&4. Hinar viðureignirnar voru hins vegar harðari. Yin gaf sig ekki fyrir Wie fyrr en á 20. holu og leikur Jutanugarn og Kerr fór á 19. holu þar sem Ariya Jutanugarn hafði loks betur.  Hur vann síðan Feng 1 up.

*************************************************************

Í 4. manna úrslitum síðar í dag mætast því löndurnar frá S-Kóreu Mi Jung Hur og Sei Young Kim annars vegar og Michelle Wie og Ariya Jutanugarn, hins vegar.

Sjá má stöðuna í Lorenu Ochoa holukeppninni með því að SMELLA HÉR: