Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2017 | 15:30

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í Sviss í 5. sæti!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni í VP Bank Ladies Open 2017 mótinu, í Gams-Werdenberg í Sviss í 5. sæti!!!

Stórglæsilegur árangur hjá Valdísi Þóru!!!

Valdís Þóra var eini keppandinn í mótinu, sem lék samtals á sléttu pari, 216 höggum (70 71 75).

Verðlaunatékkinn fyrir þennan góða árangur Valdísar var € 1,340.00 (160.000 íslenskar krónur); sem er langt frá mesta verðlaunafé Valdísar Þóru (minna fé á LET Access en LET) en skilar henni í 22. sæti stigalista LET Access með 1900 stig.

Efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur voru Linda Henriksson frá Finnlandi (Sjá eldri kynningu Golf 1 um Lindu með því að SMELLA HÉR: ) og Nina Pegova frá Rússlandi (Sjá eldri kynningu Golf 1 um Ninu með því að SMELLA HÉR: ); báðar á samtals 4 undir pari, hvorar.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Linda betur þegar á 1. holu bráðabanans.

Til þess að sjá lokastöðuna á VP Bank Ladies Open 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR: