Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2017 | 11:00

LPGA: Systraslagur í 32 manna úrslitum – Ko og Wie áfram í 16 manna úrslit

Það var systraslagur í 32 manna úrslitum í Lorenu Ochoa holukeppninni í Mexíkó.

Þar mættust thaílensku systurnar Ariya og Moriya Jutanugarn og litla systir, Ariya, hafði betur, vann eldri systur, Moriyu 2 up.

Við skemmtum okkur í dag vegna þess að við erum systur og við skemmtum okkur alltaf saman,“ sagði hin 21 ára Ariya. „Hún (Moriya) spilar svo vel. Ég trúi því ekki að ég hafi unnið hana vegna þess að hún er svo góð.“

Michelle Wie vann sína viðureign gegn LPGA nýliðanum Lauru Gonzalez Escallon 3&2.

Aðrar sem unnu viðureignir sínar voru hin 39 ára Cristie Kerr, nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko og hin kanadíska Brooke Henderson og eru þær allar komnar áfram í 16 manna úrslit.

Vinkona Ólafíu Þórunnar, nýliðinn Angel Yin heldur áfram að koma á óvart en hún sigraði sína viðureign í 32 manna úrslitunum gegn hinni japönsku Ayako Uehara með yfirburðum 4&3 og mætir næst Söndru Gal frá Þýskalandi, sem vann sína viðureign gegn Sung Hyun Park 2&1 og ekki margt sem kom á óvart þar.

Sjá má öll úrslit í 32 manna viðureignunum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hverjar spila gegn hvor annari í 16 manna úrslitum með því að SMELLA HÉR: