Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra T-7 e. 2. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í VP Bank Ladies Open 2017, en mótið  stendur dagana 4. -6. maí 2017 í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og eru keppendur eru 125.

Skorið var niður eftir 2. hringinn, sem leikinn var í dag og flaug Valdís Þóra í gegnum niðurskurð; reyndar er hún í einu af efstu sætunum, þ.e. deilir 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum! Glæsilegt!

Valdís Þóra er samtals búin að spila á 3 undir pari, 141 höggi (70 71).

Efst 3 höggum á undan Valdísi Þóru er enski kylfingurinn Meghan Maclaren, á samtals 6 undir pari.

Nú er bara vonandi að Valdís Þóra eigi frábæran hring á morgun og taki mótið!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á VP Bank Ladies Open 2017 SMELLIÐ HÉR: