Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2017 | 21:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 e. 1. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf í dag keppni á VP Bank Ladies Open 2017.

Mótið stendur dagana 4. -6. maí 2017 í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og keppendur eru 125.

Valdís Þóra lék 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum og er T-8 þ.e. deilir 8. sætinu með Elíu Folch frá Spáni.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 4 fugla, 12 pör og 2 skolla.

Efst í mótinu eftir 1. dag eru hin enska Meghan Maclaren og Joana De Sa Pereira frá Portúgal, á 4 undir pari, 68 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á VP Bank Ladies Open 2017 SMELLIÐ HÉR: