Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 20:00

Pro Golf: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring.

Mótið fer fram á Ypsilon golfstaðnum, í Liberec, Tékklandi, dagana 2.-4. maí 2017 og var skorið niður í dag á 2. keppnisdegi.

Þórður Rafn lék á 4 yfir pari, 148 höggum (74 74) og það dugði ekki en niðurskurður var miðaður við parið og betra.

Í efsta sæti eftir 2. dag er Englendingurinn Ben Parker, en hann er samtals búinn að spila  á 9 undir pari, 135 höggum (68 67).

Til þess að sjá stöðuna á EXTEC Pro Golf Tour by Czech One Livescoring SMELLIÐ HÉR: