Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 15:00

PGA: Blixt og Smith sigruðu í bráðabananum á Zurich Classic!

Það voru Svíinn Jonas Blixt og Ástralinn Cameron Smith sem stóðu uppi sem sigurvegarar í bráðabananum gegn Scott Brown og Kevin Kisner, á Zurich Classic í dag.

Par-5 18. holan á TPC Louisiana var spiluð tvívegis án þess að niðurstaða fengist í bráðabananum.

Þá var farið á par-3 9. holuna og bæði lið á parinu og allt hnífjafnt.

Þá var aftur farið á par-5 18. holuna og þar fengu þeir Blixt/Smith fugl meðan Brown/Kisner töpuðu á parinu.

Sjá má lokastöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: