Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 23:59

LPGA: Nomura sigraði á Texas Shootout e. bráðabana við Kerr

Það var japanski kylfingurinn Haru Nomura, sem sigraði á Volunteers of America Texas Shootout mótinu.

Nomura og Cristie Kerr voru efstar og jafnar eftir 72 holur og þurfti því að koma til bráðabana til að skera úr um úrslit í mótinu.

Báðar höfðu þær spilað á 3 undir pari, 281 höggi.

Par-5 18. holuna þurfti að spila alls 6 sinnum í bráðabana þar til úrslit réðust en á 6. holu sigraði Nomura með fugli meðan Kerr var á parinu.

Skorið var niður í 2. sinn eftir 54 holur og komst Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir því miður ekki í gegnum 2. niðurskurð, en aðeins efstu 53 eftir 3 hringi fengu að spila lokahringinn.

Sjá má lokastöðuna á Volunteers of America Texas Shootout með því að SMELLA HÉR: