Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 02:00

PGA: Bráðabana þarf til að knýja fram úrslit á Zurich Classic

Seinna í dag verður að fara fram bráðabani milli þeirra Jonas Blixt og Cameron Smith annars vegar og Kevin Kisner og Scott Brown hins vegar.

Þá verður par-5 18. braut TPC Louisiana í Avondale spiluð að nýju til að knýja fram úrslit í Zurich Classic.

Blixt/Smith voru búnir að vera í forystu mestallt mótið en Brown/Kisner tókst að jafna í gær, á frábærum hring, þar sem þeir komu í hús með 12 fugla!

Báðar kylfingstvenndir eru því búnar að spila á samtals 27 undir pari, 261 höggi; Blixt/Smith (67 62 68 64) og Brown/Kisner (70 64 67 60).

Allt jafnt og í stáli þar til bráðabaninn fer fram seinna í dag,  mánudaginn 1. maí 2017!

Sjá má stöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: