Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 19:30

LPGA: Ólafía Þórunn á 79 og T-65 e. 3. dag í Texas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti í dag erfiðan 3. hring á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC upp á 79 högg.

Tekið skal fram að fleiri keppendur en Ólafía voru með há skor en ansi hvasst var í Irving, Texas, þar sem mótið fer fram.

Eins og segir var Ólafía á 8 yfir pari, 79 höggum í dag á hring þar sem hún fékk 1 fugl, 12 pör, 2 skolla, 2 tvöfalda skolla og 1 þrefaldan skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 7 yfir pari, 220 höggum (74 67 79) og er T-65 eftir 3. keppnisdag í mótinu.

Í efsta sæti er japanski kylfingurinn Haru Nomura, en hún hefir spilað á 8 undir pari, þegar 1 hola er eftir óspiluð hjá henni og hún á 2 högg á næsta keppanda.

Til þess að sjá stöðuna á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC  SMELLIÐ HÉR: