Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Johnny Miller —- 29. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er golffréttamaðurinn kjaftfori og skoðanaríki Johnny Laurence Miller. Hann er fæddur 29. apríl 1947 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Miller gerðist atvinnumaður í golfi 1969 og á 35 alþjóðlega sigra undir beltinu þ.á.m. 25 sigra á PGA Tour.  Hann sigraði þ.á.m. tvívegis í risamótum: Opna bandaríska 1973 og Opna breska 1976.

Johnny er kvæntur eiginkonu sinni Lindu og saman eiga þau 6 börn: Andy Miller, John Miller Jr., Todd Miller, Kelly Miller, Scott Miller og Casie Miller.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (44 ára); Jóhannes Óli Ragnarsson, 29. apríl 1982 (35 ára)  Anna Grzebien, fv. W-7 módel og LPGA kylfingur, 29. apríl 1985 (32 ára); Gauti Geirsson, GÍ, 29. apríl 2017 (24 ára)…. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is