Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Frábært hjá Guðrúnu Brá!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State var valin til að spila í NCAA Division I Women’s Golf Regionals!

Það eru bara bestu kylfingarnir á háskólastiginu innan ákveðinna svæða sem fá að taka þátt í Regionals og kemur s.s. ekkert á óvart að Guðrún Brá skuli vera þar á meðal.

Guðrún mun spila í Regionals í Albuquerque, dagana 8.-10. maí n.k.

Að vera valin í Regionals í Bandaríkjunumer mikill heiður og var fjallað sérstaklega um útnefningu Guðrúnar Brá á heimasíðu Fresno State – Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: 

Í viðtali við Fresno State, sem lesa má á heimasíðunni segir Guðrún Brá m.a.: „Ég var súper ánægð þegar ég sá nafnið mitt á skjánum. Ég hef verið svo nálægt því að ná þessu s.l. 3 ár, þannig að þetta var virkilega sérstakt að ná þessu á síðasta ári mínu. Ég er spennt fyrir þessu tækifæri að spila á móti topp liðunum og einstaklingunum í NCAA.“