Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 20:45

PGA: Koepka bræður paraðir saman á Zurich Classic „Við drepum hvor annan eða þetta verður frábært“

Bræðurnir Brooks og Chase Koepka eru paraðir saman á móti vikunnar á PGA Tour, sem er Zurich Classic og hefst á morgun.

Við drepum hvor annan eð aþetta verður frábær vika,“ sagði Brooks.

Brooks er eldri bróðir (26) ára hins 23 ára Chase, en Zurich Classic er fyrsta mót hans á PGA Tour.

Chase spilaði áður í bandaríska háskólagolfinu með liði University of South Florida og hefir auk þess spilað á Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröð Evrópu.

Þetta verður bara gaman,“ sagði Brooks Koepka. „Öll fjölskyldan verður hér, þannig að þetta verður gaman fyrir þau.“