Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 14:00

Champions Tour: Miguel Angel Jimenez spilar á Dick´s Open

Spænski kylfingurinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, hefir staðfest þátttöku sína á Dick’s Sporting Goods Open, sem fram fer 18.-20. ágúst á En-Joie golfvellinum.

Hinn 53 ára Jimenez hefir sigrað á einu móti á ári á Öldungumótaröð PGA Tour (Champions Tour) frá því hann fékk þátttökurétt árið 2014.

Í sumar mun hann í fyrsta sinn taka þátt á En-Joie.

Jimenez er elsti kylfingurinn til þess að sigra á móti Evrópumótaraðarinnar (50 ára og 133 daga gamall) en sá sigur kom á Open de Espana í maí 2014.

Af 26 mótum, sem hann hefir spilað á Champions Tour hefir Jimenez 17 sinnum orðið meðal 10 efstu.

Hann hefir sigrað í 21 móti Evrópumótaraðarinnar og á 7 mótum Asíutúrsins.

Jimenez sem varð 3. í Charles Schwab Cup race 2017, var hluti hinna sigursælu Ryder Cup liða Evrópu, árin 2004 og 2010.

„Við erum spennt að loksins fá að taka á móti Miguel í Endicott,“ sagði mótsstjórinn John Karedes.  „ … Við höfum verið að vinna að því við Miguel og umboðsmann hans frá því hann varð 50 ára og við erum þakklát að dagskrá hans 2017, veitir okkur þetta tækfiæri (að fá hann til okkar.)“

Í síðustu 4 mótum á Champions Tour hefir Jimenez ekki verið neðar en í  8. sæti, þ.á.m. sigraði hann snemma í þessum mánuði á Mississippi Gulf Resort Classic.