Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2017 | 12:00

Golfútbúnaður: Titleist setur á markað bronslituð Vokey SM6 fleygjárn

Vokey’s M Grind SM6 fleygjárnin, munu fást í takmarkaðan tíma, með burstaðri bronsáferð.

Hver kylfa kosta $ 199 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 22.000 ísl.k kr.)

Áferðin fæst með því að borið er svart oxíð á kylfurnar, sem síðan er burstað til þess að koparlitt járnið sjáist undir því.

Koparliturinn sést því meira sem kylfan er meira notuð.

M Grind er vinsælasta Vokey kylfan ætluð kylfingum með hlutlausa sveiflu sem spila í meðal til harðra aðstæðna og hentar því fjölda kylfinga.

Bronslituðu fleygjárnin koma á markað í Bandaríkjunum 12. maí n.k.