Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 14:00

Gary Lineker ofl gagnrýna gagnrýna grein Irish Independant um brúðkaup Rory

Rory McIlroy kvæntist Ericu Stoll í Ashford kastala, nálægt hinum rólega Mayo bæ á Írlandi s.l. laugardag.

Allt var gert til að engar myndir af brúðkaupinu, brúðhjónunum né veislunni bærust í fjölmiðla.

M.a. var gestum sagt að mæta ekki með farsíma ef einhver kynni að freistast til að lauma einni mynd á félagsmiðlana…. og allir virðast hafa haldið sig við það. Eins voru engin viðtöl veitt og fjöldi öryggisvarða sá til þess að engum óboðnum tækist að laumast til að vera við athöfnina.

Þessi leynd yfir öllu og lítill aðgangur fjölmiðla að atburðinum fór í taugarnar á Michael O’Doherty sem skrifar fyrir Irish Independent. Hann sagði m.a. í grein um brúðkaupið:

It’s obsessive secrecy such as this that makes you wonder if Rory, by all accounts a sensible and polite person, has disappeared up his own backside when it comes to his biggest day.“

Lausleg íslensk þýðing: „Það er þessi þráhyggjulega leynd sem fær mann til þess að velta fyrir sér hvort Rory, sem er á allan hátt skynsamur og kurteis manneskja, hafi ekki hoppað upp í eiginn bakhluta, þegar kemur að stærsta degi (í lífi) hans.

O’Doherty hélt síðan áfram og bar brúðkaup Rory saman við brúðkaup Brian O’Driscoll og Amy Huberman, sem veittu fjölmiðlum aðgang að stóra deginum í lífi sínu; en þar sagði „að O´Driscoll væri ekki minni alþjóðleg stjarna en Rory.“

Margir þ.á.m. fv. leikmaður Spurs, Gary Lineker, sem nú er hjá BBC Sports og Paul Kimmage, sem skrifar fyrir Sunday Independent, hafa gagnrýnt grein O´Doherty.

Linker tvítað m.a. og sagði að sér fyndist umfjöllun O´Doherty „svo sannarlega sorgleg og aumkunarverð.“

Kimmage sagði greinina vera algeran skítaklump. Ofl. ofl. hafa tjáð sig um grein O´Doherty.