Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 15:00

LPGA: Ólafía Þórunn tekur þátt í Texas Shootout nú um helgina

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Volunteers of America Texas Shootout mótinu.

Mótið, sem fer fram í Irving, Texas 27.-30. apríl 2017 er gríðarlega sterkt og langur biðlisti að komast inn í það.

Meðal þátttakenda eru m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, hin tvítuga Lydia Ko; nr. 3 Ariya Jutanugarn, nr. 4 In Gee Chun, nr. 5 Lexi Thompson, nr. 6 Shanshan Feng og svo mætti lengi telja.

Reyndar er óhætt að segja að næstum allar heimsins bestu taki þátt í mótinu!

Eins eru margir fyrrverandi nr. 1 á heimslista kvenna s.s. Stacy Lewis og Yani Tseng.

Sjá má lista yfir þátttakendur með því að SMELLA HÉR: