Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2017 | 13:00

GSG: Mætið öll á afmælismótið n.k. sunnudag!!!

Í tilefni 31 árs afmæli Golfklúbbs Sandgerðis verður slegið upp glæsilegu Texas Scramble móti sunnudaginn 30.apríl.
Glæsileg verðlaun ásamt nándarverðlaunum.
Deilt verður í samanlagða forgjöf kylfinga með 3, þó geta lið ekki fengið hærri forgjöf en forgjafalægri kylfingurinn í viðkomandi liði.
Hámarksforgjöf kvenna er 36 og hámarksforgjöf karla er 28.

Verðlaun:
1.sæti: 2 x Premium aðgangur fyrir 2 í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Lava ásamt glaðningi frá Stella Artois.
2.sæti: 2 x Fjölskyldukort í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Lava ásamt glaðningi frá Stella Artois.
3.sæti: 2 x Kassi frá Vífilfelli ásamt glaðningi frá Stella Artois.
4 sæti: 2 x Rúta frá Vífilfelli
5.sæti: 2 x Rúta frá Vífilfelli
Nándarverðlaun á 2. og 17. braut.

Skráning er hafin inn á golf.is en komast má inn á skráningasíðu GSÍ með því að SMELLA HÉR: 
Verð: 3500 kr.
Hægt er afskrá sig í síðasta lagi klukkan 23:00 daginn fyrir mót, þ.e. laugardaginn 29. apríl.